13.7.16

20 Facts about me | 10 Staðreyndir um mig

[English below]

Tuttugu misáhugaverðar staðreyndir um mig svona ef einhver vill vita. 

1. Ég er 161 cm á hæð.

2. Ég borða nammi nánast hvern einasta dag, er nammisjúk.

3. Ég hef aldrei drukkið kaffi (bara smakkað) og mér finnst það ógeðslegt.

4. Ég útskrifaðist seinna en árgangurinn minn vegna ýmissa ástæða, ein þeirra er hversu óákveðin ég er. Prófaði að fara á tungumála-, tanntækna-, snyrtifræði-, félagsfræði-, og náttúrufræðibraut og í tækniteiknun.

5. Önnur ástæðan er að ég er með félagsfælni og kvíða og var þunglynd í mörg ár. 

6. Hef verið í Menntaskólanum á ísafirði, Fjölbraut í Breiðholti og Ármúla, Tækniskólanum, Borgarholtsskóla og útskrifaðist svo loksins úr Menntaskólanum í Kópavogi.

7. Mig langar að læra rosalega margt, eitt af því er ljósmyndun.

8. Ég er augljóslega Vog. Vogir eru þekktar fyrir að vera óákveðnar.

9. Ég og Emil erum búin að vera saman í sjö ár.

10. Ég er dauðhrædd við köngulær og það er ömurlegt. Ég er að reyna að ná tökum á hræðslunni því ég vil alls ekki að dóttir mín verði svona líka.

11. Þegar ég var lítil vildi ég verða heilaskurðlæknir og uppáhalds þættirnir mínir voru ER.

12. Ég hef ferðast til Portúgal, Mallorca, Tenerife, Amsterdam, Benidorm og Danmerkur.

13. Uppáhalds talan mín er 13. Ég er fædd 13. október og dóttir mín er fædd 13. ágúst árið 2013.

14. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir þremur árum.

15. Ég vinn á leikskóla. 

16. Uppáhalds tónlistin mín er rokk og metaltónlist. Það kemur fólki stundum mikið á óvart.

17. Ég er búin að vera grænmetisæta (ekkert kjöt, fiskur eða egg) núna í rúmlega mánuð og stefni ekki á það að hætta. Stefni frekar á að komast nær því að vera vegan og verða svo vonandi vegan á endanum.

18. Fyrir ári síðan hætti ég að versla við snyrtivörufyrirtæki sem testa á dýrum. Þar á meðal vinsæl fyrirtæki eins og MAC, Maybelline, Colgate, Benefit, Revlon, Rimmel og fleiri.

19. Ég á tvo bræður og annar þeirra er að fara eignast sitt fyrsta barn. Þeir heita Gunnar og Samúel, fæddir 94 og 96.

20. Mér finnst gaman að ryksuga og þrífa glugga að utan og innan og spegla. Ég hata að vaska upp og skúra.// Twenty random facts about myself.

1. I am 161 cm.

2. I eat candy almost every day, I’m an addict.

3. I don’t drink coffee. I find it disgusting.

4. I graduated from college three years later than kids my age. One of the reasons is that I couldn’t decide what I wanted to study.

5. The other reason is that I have social anxiety and was depressed for many years.

6. I have been in six different colleges in Iceland.

7. I want to study a lot of things, one of them is photography.

8. My zodiac sign is obviously Libra. They are known for finding it difficult to make decisions.

9. Emil and I have been in a relationship for seven years.

10. I am terrified of spiders and it sucks. I’m trying to deal with it because I don’t want my daughter to see and learn to be scared of them too.

11. When I was little I wanted to be a brainsurgeon and my favourite tv show were ER.

12. I have travelled to Portugal, Mallorca, Tenerife, Amsterdam, Benidorm and Denmark.

13. My favourite number is 13. I am born on october 13th and my daughter is born on the 13th of august in the year 2013.

14. Three years ago I signed myself out of the national church.

15. I work at a kindergarten.

16. My favourite music is rock and metal. It often surprises people.

17. I have been a vegeterian (no meat, fish or eggs) for over a month now. I plan on going more vegan later.

18. I haven’t bought anything from companies that test on animals for over a year now. Including companies like MAC, Maybelline, Colgate and many more.

19. I have to brothers, Gunnar and Samúel, born in 94 and 96.

20. I like vaccuming and cleaning windows and mirrors but I hate washing dishes and scrubbing the floor.