7.5.16

April favourites | Uppáhalds í apríl


Uppáhalds snyrtivörurnar mínar í apríl (og lengur). 
Allar vörurnar eru keyptar af mér og ég hef aldrei fengið vöru gefins eða neitt svoleiðis.Art Deco - Duo eye makeup remover: 
Var búin að vera að leita að augnfarðahreinsi sem gæti þrifið waterproof maskara af en erti ekki augun mín og húðina í kring, ég er með svo viðkvæmt augnsvæði að ég fæ útbrot eftir flesta waterproof augnfarðahreinsa t.d. frá Nivea. Fæ ekki útbrot af þessum og hann hreinsar vel, annað en þessi sensitive Nivea hreinsir sem ég var að nota, hann er ekki fyrir waterproof maskara en ég fékk heldur ekki útbrot af honum svo ég lét hann duga. Fegin að vera búin að finna þennan!

Art Deco - Hyaluronic Hydra face gel: 
Er endalaust að leita að hinu fullkomna rakakremi. Ég vil ekki hafa það feitt en samt mjög rakagefandi og ég væri helst til í að hafa það í gel formi frekar en krem formi. Ég vil að það dragist strax inní húðina svo að mér líði ekki eins og ég sé sveitt og klístruð í framan. Svo er plús að það er kælandi og frískandi líka. Þetta gel er allt sem ég bið um! 

Mæli klárlega með Art Deco vörunum (nei er ekki sponsuð). Á líka andlitshreinsi/mjólk frá þeim og annað rakakrem sem er meira eins og mousse. Það hefur einmitt flesta eiginleika sem ég bið um en er ekki eins kælandi og frískandi og gelið.Morphe pallettan sem ég keypti í nóvember í fyrra og setti saman sjálf í tóma pallettu hefur verið mikið notuð, sérstaklega seinustu tvo mánuði. Án þess að hafa reynt það þá eru 11 af 12 augnskuggunum mínum að finna í Jaclyn Hill pallettunni frá Morphe. Eini sem er ekki í þeirri pallettu er þessi efst uppi lengst til vinstri, Cream puff (ES3).

1. lína frá vinstri: Cream puff (ES3), Deep skin (ES13), Nuts for you (ES61), Caramelized (ES15).
2. lína frá vinstri: Pearl (ES4), Pink moscato (ES76), Créme brule (ES63), Spice (ES14).
3. lína frá vinstri: Marbleized (ES20), Burlesque (ES74), Midnight kiss (ES48), Golden glory (ES75).

Sá sem kom mér mest á óvart og er eiginlega bara uppáhalds er Spice.
Mest notuðu eru Cream puff, Caramelized, Créme brule, Pearl og Pink moscato.
Minnst notaður er Burlesque.


Kippti þessu með mér heim í algjöru flýti fyrir árshátíð sem ég var að fara á. Hafði ekki tíma til að Setja á mig "venjulegt" brúnkukrem og bíða í einhverja tíma eftir að kæmi litur og svo fara í sturtu til að skola vondu lyktina. Ætli ég muni einhverntíman nenna því aftur eftir að hafa prufað þetta, ég held ekki. Instant næs brúnka, engin vond lykt og ekkert klístur! Er mjög ánægð með þetta.


Lavera tannkrem. Er hætt að kaupa og nota tannkrem frá fyrirtækjum eins og Colgate sem testa á dýrum og er með allskonar skaðlegum efnum. Lavera vörurnar eru lífrænar og þetta græna er vegan. Á vefsíðu heimkaupa sem selur Lavera stendur: "Lífrænar vörur eru ekki bara án allra óæskilegra aukaefna, heldur eru þær framleiddar í sátt við náttúruna, innihald þeirra er ræktað án notkunar skortdýraeitra og annara kemískra efna. Þær eru líka í endurunnum umbúðum og framleiðendur eru mjög meðvitaðir um alla náttúruvernd. Lavera er mest verðlaunaða lífræna snyrtivörumerkið í heiminum í dag (yfir 180 viðurkenningar hjá ÖEKO-test) og var valið grænasta snyrtivörumerkið í Þýskalandi 2012". Þetta græna er eina tannkremið sem ég hef notað og séð mun á tönnunum mínum að þær verði hvítari. Hef prufað allskonar whitening tannkrem og sé aldrei neinn mun, en þetta er ekki einu auglýst sem neitt sérstakt whitening tannkrem. Hef keypt þetta græna tvisvar og í fyrra skiptið var alls ekki gott bragð af því en í seinna skiptið var greinilega búið að breyta umbúðunum og bragðbæta það svo að það er ágætt á bragðið núna. Tannkremin eru án parabena og plastic microbeads (íslenskt orð óskast) sem er að finnast í svo mörgum tannkremum. Hversu mikið er hægt að tala um tannkrem...


RCMA - No color powder:
Sá einhvern bjútísnappara/youtuber dásama þetta því þetta er mjög ódýrt miðað við mikið magn og virkar víst alveg eins og Laura Mercier púðrið sem er fokdýrt. Hef ekki prófað LM púðrið sjálf en ég ákvað að kaupa þetta frekar og sé ekki eftir því. Það kostaði 10$ þegar ég skoðaði það fyrst en hækkaði svo í 12$ örugglega vegna snöggra vinsælda, svo að ég dreif mig í að panta það. Það kostar ennþá 12$ inná camerareadycosmetics.com. Maður á víst að taka þetta sem er merkt no color en ekki translucent, því annars endurkastar það ljósi og maður lítur út fyrir að hafa dottið með andlitið í hveitipoka á ljósmyndum.

Body Shop - Fresh nude foundation (Bali/Vanilla 020): Hef alltaf verið mjög ánægð með meikin sem ég hef keypt í BS og er einnig ánægð með þetta. Það hylur roða og annað ágætlega en freknunar mínar sjást vel í gegn svo að mér finnst þetta gera húðina náttúrulega og fína. Gott hversdags.Morphe brushes - M438:
Stærri burstinn. Ég nota hann til þess að dusta RCMA púðrið undir augun og á þá staði sem ég set það. Nota hann líka í highlighter.

Morphe brushes - M504: 
Stór blöndunarbursti. Nota hann í að blanda augnskugga.


Þarna sést í hendi sérlegs aðstoðarmanns míns. Dóttir mín tók einstaka sinnum að sér að sjá um uppstillingarnar í þessari annars mjög svo listrænu myndatöku..