20.11.16

Christmas wishlist | Jólaóskalisti

Smá óskalisti í tilefni jóla.
Ég er hætt að reyna að berjast á móti því að vera svarthvít týpa eins og þið sjáið.


Svört/dökkgrá rúmföt
Vinstri eru frá Minimal Decor hér - Hægri frá H&M Home


Kitchen Aid hrærivél, þar sem að mín hrærivél er að bræða úr sér. 
Fæst t.d. í Byggt og Búið. Langar helst í þennan lit eða hvíta.


Á einn svona gráan blómapott frá HAY 
og langar í fleiri í öðrum stærðum. Fæst í Epal.


Kannski skrítið að biðja um plöntu í jólagjöf.
En mig langar svo í String of hearts eða Ceropegia rosary vine plöntu. 
Veit ekki íslenska heitið.


Sigma E05 eyeliner bursti - Fæst á fotia.is
Langar í annaðhvort Wet brush eða Tangle Teezer. Svartan auðvitað.


Heyrnatól sem fara ekki inní eyrun. Hef ekkert vit á svona en þessi til vinstri eru Urbanears og hin Beats by dr. Dre. Fást bæði í Elko.


Heilsuúr. Aftur þá hef ég ekkert vit á þessu en mér leyst best á þessi. 
Vinstri er Garmin Vívosmart og hægri er Fitbit Charge. Fást bæði í Elko.

Snilld!

4.10.16

DIY toy-kitchen | DIY dóta-eldhús

Í síðustu viku fékk ég þá flugu í hausinn að búa sjálf til dótaeldhús fyrir Emilíu. 
Og þegar ég fæ svona flugur í hausinn þá verður helst allt að gerast strax, svo að ég lét þessa hugmynd mína verða að veruleika um helgina. Þetta tók mig semsagt tvo daga en mesta vinnan var að mála "innréttinguna".


Fann þennan fullkomna skáp fyrir þetta verkefni (að mínu mati). Fullkomin hæð fyrir barn og hurðin opnast eins og ofn. Borgaði 5500 krónur fyrir hann í Góða Hirðinum.


Það var smá skemmd á honum eins og sést á myndinni og bakið var að detta úr honum en ég negldi það bara betur í.


Hægra megin eru svo tvær hillur sem sjást ekki á myndinni. Ákvað að það yrði "ísskápurinn" og vinstra meginn ofninn.


Bið tekkaðdáendur innilegrar afsökunar á að hafa málað hann hvítann. Fyrir einhverjum var ég örugglega að fremja stóra synd. Ég notaði kalkmálingu en svona eftirá hefði ég valið einhverja aðra málingu, þó að það hafi verið þægilegt að þurfa ekkert að pússa.


Framan á "ofninn" málaði ég svartann kassa með krítarmálingu. Ofninn er semsagt krítartafla líka.


Takkarnir og hellurnar eru búnar til úr þessari diskamottu frá IKEA. Vildi svo til að það var verið að gefa fjórar svona diskamottur niðrí kjallara þar sem ég bý (safnast saman gefins drasl þar í einu horninu) en ég þurfti bara að nota eina.
Höldurnar keypti ég líka í IKEA.Svona varð svo útkoman. Ekkert er fullkomið og sumt skakkt, en það er bara skemmtilegt.Litla kökukeflið fann ég í Góða Hirðinum og kostaði það 100 krónur. Fannst svo skemmtilegt að það var svona lítið og krúttlegt akkurat fyrir barnaeldhús og beið bara eftir mér.


Nýr eldhúseigandi testar gripinn.Ég er búin að fá þónokkrar gulróta og epla "kökur" síðustu tvo daga.


Litlu rósabollana og tvær litlar rósaskálar keypti ég einnig í Góða Hirðinum og kostuðu þeir 100 krónur stykkið. Glerflaskan er úr IKEA, ég setti krítarlímmiða og slaufu á hana. Hitt allt er svo úr DUKTIG línunni úr IKEA. 

Í heildina kostaði eldhúsið sjálft eða "innréttingin" 8580. En með öllu aukadótinu kostaði þetta 13530.

Er bara frekar ánægð með þetta og Emilía líka :)

10.9.16

Three year old ballerina | Þriggja ára ballerína ♥


Tók nokkrar afmælis myndir af ballerínunni minni sem er orðin svo stór  Hún varð þriggja ára núna 13. ágúst síðastliðinn!
13.7.16

20 Facts about me | 10 Staðreyndir um mig

[English below]

Tuttugu misáhugaverðar staðreyndir um mig svona ef einhver vill vita. 

1. Ég er 161 cm á hæð.

2. Ég borða nammi nánast hvern einasta dag, er nammisjúk.

3. Ég hef aldrei drukkið kaffi (bara smakkað) og mér finnst það ógeðslegt.

4. Ég útskrifaðist seinna en árgangurinn minn vegna ýmissa ástæða, ein þeirra er hversu óákveðin ég er. Prófaði að fara á tungumála-, tanntækna-, snyrtifræði-, félagsfræði-, og náttúrufræðibraut og í tækniteiknun.

5. Önnur ástæðan er að ég er með félagsfælni og kvíða og var þunglynd í mörg ár. 

6. Hef verið í Menntaskólanum á ísafirði, Fjölbraut í Breiðholti og Ármúla, Tækniskólanum, Borgarholtsskóla og útskrifaðist svo loksins úr Menntaskólanum í Kópavogi.

7. Mig langar að læra rosalega margt, eitt af því er ljósmyndun.

8. Ég er augljóslega Vog. Vogir eru þekktar fyrir að vera óákveðnar.

9. Ég og Emil erum búin að vera saman í sjö ár.

10. Ég er dauðhrædd við köngulær og það er ömurlegt. Ég er að reyna að ná tökum á hræðslunni því ég vil alls ekki að dóttir mín verði svona líka.

11. Þegar ég var lítil vildi ég verða heilaskurðlæknir og uppáhalds þættirnir mínir voru ER.

12. Ég hef ferðast til Portúgal, Mallorca, Tenerife, Amsterdam, Benidorm og Danmerkur.

13. Uppáhalds talan mín er 13. Ég er fædd 13. október og dóttir mín er fædd 13. ágúst árið 2013.

14. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir þremur árum.

15. Ég vinn á leikskóla. 

16. Uppáhalds tónlistin mín er rokk og metaltónlist. Það kemur fólki stundum mikið á óvart.

17. Ég er búin að vera grænmetisæta (ekkert kjöt, fiskur eða egg) núna í rúmlega mánuð og stefni ekki á það að hætta. Stefni frekar á að komast nær því að vera vegan og verða svo vonandi vegan á endanum.

18. Fyrir ári síðan hætti ég að versla við snyrtivörufyrirtæki sem testa á dýrum. Þar á meðal vinsæl fyrirtæki eins og MAC, Maybelline, Colgate, Benefit, Revlon, Rimmel og fleiri.

19. Ég á tvo bræður og annar þeirra er að fara eignast sitt fyrsta barn. Þeir heita Gunnar og Samúel, fæddir 94 og 96.

20. Mér finnst gaman að ryksuga og þrífa glugga að utan og innan og spegla. Ég hata að vaska upp og skúra.// Twenty random facts about myself.

1. I am 161 cm.

2. I eat candy almost every day, I’m an addict.

3. I don’t drink coffee. I find it disgusting.

4. I graduated from college three years later than kids my age. One of the reasons is that I couldn’t decide what I wanted to study.

5. The other reason is that I have social anxiety and was depressed for many years.

6. I have been in six different colleges in Iceland.

7. I want to study a lot of things, one of them is photography.

8. My zodiac sign is obviously Libra. They are known for finding it difficult to make decisions.

9. Emil and I have been in a relationship for seven years.

10. I am terrified of spiders and it sucks. I’m trying to deal with it because I don’t want my daughter to see and learn to be scared of them too.

11. When I was little I wanted to be a brainsurgeon and my favourite tv show were ER.

12. I have travelled to Portugal, Mallorca, Tenerife, Amsterdam, Benidorm and Denmark.

13. My favourite number is 13. I am born on october 13th and my daughter is born on the 13th of august in the year 2013.

14. Three years ago I signed myself out of the national church.

15. I work at a kindergarten.

16. My favourite music is rock and metal. It often surprises people.

17. I have been a vegeterian (no meat, fish or eggs) for over a month now. I plan on going more vegan later.

18. I haven’t bought anything from companies that test on animals for over a year now. Including companies like MAC, Maybelline, Colgate and many more.

19. I have to brothers, Gunnar and Samúel, born in 94 and 96.

20. I like vaccuming and cleaning windows and mirrors but I hate washing dishes and scrubbing the floor.