10.12.15

Wishlist | Óskalisti

Því að það eru að koma jól.. þið vitið.

Fyrir Emilíu:

1. Náttföt sem er ekki heilgalli eða með áföstum sokkum. Fann þessi á Aliexpress.
2. Strigaskór fyrir næsta sumar. Svipaðir fást t.d. í Petit (petit.is).
3. Diska og skálar sem brotna ekki auðveldlega. Þessi er af Amazon en eflaust til annarsstaðar.
4. Þetta var á jólagjafaóskalistanum en amma hennar (tengdó) gaf henni svo nokkur kisuhnífapör :)
5. Krakka matarstóll. Hún er hætt að passa í "ungbarna"matarstólinn sinn. Þessi er frá IKEA.

Fyrir mig:

1. Baðlilja úr Body Shop. Mín er að rifna hún er orðin svo mikið notuð. Elska þetta!
2. NYX varablýantur í litnum Mauve.
3. Svartur Beauty Blender og Solid sápa.
4. Nars Radiant Creamy hyljari.
5. Hárblásara, þar sem að ég á ekki almennilegan hárblásara. Þessi er frá HH Simonsen.
6. Shade Adjusting droparnir úr Body Shop. I need this! Á svo mörg meik sem eru of dökk fyrir mig þrátt fyrir að vera í ljósustu litunum.
7. Label.m Volume Mousse. Á Texturising Volume spreyið frá þessu merki en langar að prófa þetta.