28.6.15

Ég mæli með | Red Cherry Eyelashes


Ég pantaði mín fyrstu Red Cherry augnhár af ebay 16. nóvember í fyrra af þessum seljanda (Yonelay). Ég mæli með þessum seljanda, hann er með 99,8% jákvætt feedback og augnhárin + sendingakostnaðurinn eru alls ekki dýr. Augnhárin voru svo komin heim til mín í póstkassann 25. nóvember, semsagt eftir 9 daga og var ég svo heppin að þurfa ekki að borga toll eða þurfa að sækja þau á pósthús. Allt í allt (sex augnhárapör + sendingakostnaður) borgaði ég 19,53 dollara fyrir þau.

// I ordered my first Red Cherry eyelashes from this seller on ebay (Yonelay) last year. I do recommend this seller, he has 99,8% positive feedback and the lashes + shipping are not expensive. It took 9 days for the lashes to ship to Iceland and it was delivered right to my mailbox. All in all the lashes (6 pairs) + shipping cost was 19,53 $.

Red Cherry augnhár eru uppáhalds augnhárin mín so far og það skemmir ekki fyrir hvað þau eru ódýr (samkvæmt mínum útreikningum kostaði parið undir 500 kall komið til mín). Ég get notað mín aftur og aftur ef ég fer vel með þau og á þau öll ennþá í góðu standi, nema eitt par sem skemmdist reyndar við fyrstu ásettningu því ég er algjör klaufi.

// Red Cherry lashes are my favorite so far because they are good quality but still cheap (3,255 $ each pair that I bought). I can use mine again and again and I still have them though I've used them a couple of times, except for one pair that I destroyed when I was trying them on for the first time because I'm clumsy.

Ég hef ekki neina reynslu af augnháralímum til að nota með augnhárunum nema DUO líminu (bleika (svart) og bláa (glært)). Ég get ekki notað bleika límið, það er alls ekki fyrir klaufa eins og mig þannig að bláa er mitt uppáhalds fyrir utan ógeðslegu lyktina af því.

// I use DUO glue (the blue one) with the lashes, it is the only glue I have tried.

Hérna eru svo týpurnar sem ég keypti (þau fimm sem ég á eftir) #16, #43, #47, #82, #217:

// Here are the types that I bought (the five I have left) #16, #43, #47, #82, #217:

(Frá vinstri: #47, #16, #82, #217, #43)

Hérna eru svo "nokkrar" sjálsmyndir af mér með augnhárin, jeii.

(Þessi eru mín langlang uppáhalds // These are my #1 favorite) #16:


#43:


#47:


#82:


(Þessi eru næstuppáhalds // My second favorite) #217:


Til samanburðar er hér mynd af mér með engin augnhár:

// Me wearing no false eyelashes:


Okei flott þá er ég búin að sýna ykkur heilar 16 sjálfsmyndir af mér í einu þar sem ég lít út fyrir að vera annaðhvort drukkin eða að kúka á mig útaf flassinu og brosinu... 
Og nei ég er ekki ber að ofan...16.6.15

Myndablogg | Síðustu dagar


 
10.6.15

Ég mæli ekki með | Snyrtivörur #1


Langt síðan síðast og fyrsta bloggið í langan tíma er frekar neikvætt. Úps.

Hér höfum við nokkrar snyrtivörur sem ég get því miður ekki mælt með og mun alveg pottþétt ekki kaupa aftur. Ekki móðgast ef að þú elskar eitthverja af þessum snyrtivörum, það virkar ekki allt eins á alla :)

// Here we have a few beauty products that I unfortunately cannot recommend and will definitely not repurchase.


Body Shop Super Volume maskari

Þegar ég set þennan maskara á mig er hann svo blautur og lengi að þorna að ég get ekki annað en blikkað augunum milljón sinnum á meðan og maskarinn klessist útum allt. Þegar hann þornar svo loksins þá hrinja þurrar maskaraagnir útum allt. Það er svo eitthvað í þessum maskara sem lætur mig svíða hrikalega í augun og hann lyktar furðulega. Ég var augljóslega mjög óánægð með þennan maskara. Er búin að prófa hann líka eftir að hafa átt hann í nokkurn tíma og hann batnar ekkert með tímanum, en stundum er það þannig að ég hata maskara við fyrstu prófun en elska hann svo þegar ég prófa hann eftir einhvern tíma, eða þegar hann hefur "þornað" smá.

// Body Shop Super Volume mascara

This mascara is so wet an takes such a long time to dry on the eyelashes so in the meantime it has smudged all over. When it finally dries, mascara particles start falling and landing under the eyes or on the cheeks. It makes my eyes burn and it smells strange. So I am obviously disappointed with this mascara. Often I hate mascaras when I first try them out and then I start to like them after some time, or after I have allowed them to dry a little bit, but with this mascara it didn't get better.


NYX Jumbo augnblýantur í Black Bean

Ég á fjóra svona jumbo augnblýanta í mismunandi litum og black bean er sá eini sem ég er ekki ánægð með. Þegar ég set hann á mig er eins og augnlokið sé sveitt og eftir smá stund er hann svo búinn að smitast útum allt, sama þó ég seti púðuraugnskugga yfir til þess að "festa" hann. 

// Nyx Jumbo eyepencil in Black Bean

I have four jumbo eyepencils and black bean is the only one I don't like. It feels like it's wet when I put it on my eyelid and it won't dry at all. After a short while it has smudged under my eyes and "all over"Even though I put powder eyeshadow over it to "set" it.


e.l.f. Luscious varagloss

Þetta eru reyndar alveg góðir glossar, ég á tvo liti og þeir haldast lengi á vörunum og láta þær líta út fyrir að vera fyllri og í upphafi er góð mintulykt af þeim. Það sem mér líkar ekki við þá eru umbúðirnar. Fyrst þegar þú byrjar að nota hann þarftu að skrúfa eeeendalaust til þess að fá glossinn til þess að komast að svampstútnum. Og ef maður er eins og ég, óþolinmóður, og byrjar að skrúfa rosa hratt að þá endar það á því að helling af glossi lekur út. En aðalástæðan fyrir því að ég mun ekki kaupa annan svona gloss er að það er eins og að á stuttum tíma fari svampstúturinn að mygla. Það kemur ógeðsleg lykt af honum og hann byrjar einhvernvegin að dökkna og.. já, bara líta út eins og hann sé að mygla.

// e.l.f. Luscious lipgloss

Those lipglosses are actually ok, I have two colors and they stay on for quite a long time and make your lips look fuller. The only thing I don't like about them is the applicator. When you use them for the first time you have to twist so many times to get any product out, and if you are impatient like me and start twisting too fast then too much product will come out and go to waste. But the main reason why I won't buy this product again is that after a short while the sponge tip starts to smell bad and get dirty, like it's getting moldy.e.l.f Zit Zapper - bólueyðari?

Fyrir mig þá virkar þetta ekki baun í bala. Ef eitthvað er þá versna bólurnar og roðinn og þær eru ekkert sneggri að hverfa.

// e.l.f. Zit Zapper

This product does nothing for me. If anything it makes my zits worse but they take as much time to disappear.