10.12.15

Wishlist | Óskalisti

Því að það eru að koma jól.. þið vitið.

Fyrir Emilíu:

1. Náttföt sem er ekki heilgalli eða með áföstum sokkum. Fann þessi á Aliexpress.
2. Strigaskór fyrir næsta sumar. Svipaðir fást t.d. í Petit (petit.is).
3. Diska og skálar sem brotna ekki auðveldlega. Þessi er af Amazon en eflaust til annarsstaðar.
4. Þetta var á jólagjafaóskalistanum en amma hennar (tengdó) gaf henni svo nokkur kisuhnífapör :)
5. Krakka matarstóll. Hún er hætt að passa í "ungbarna"matarstólinn sinn. Þessi er frá IKEA.

Fyrir mig:

1. Baðlilja úr Body Shop. Mín er að rifna hún er orðin svo mikið notuð. Elska þetta!
2. NYX varablýantur í litnum Mauve.
3. Svartur Beauty Blender og Solid sápa.
4. Nars Radiant Creamy hyljari.
5. Hárblásara, þar sem að ég á ekki almennilegan hárblásara. Þessi er frá HH Simonsen.
6. Shade Adjusting droparnir úr Body Shop. I need this! Á svo mörg meik sem eru of dökk fyrir mig þrátt fyrir að vera í ljósustu litunum.
7. Label.m Volume Mousse. Á Texturising Volume spreyið frá þessu merki en langar að prófa þetta.

30.7.15

Myndablogg | Ferðalag á Íslandi
Hrafnseyri 


Leikföng | Toys - Shells & bonesDynjandi | Látrabjarg


Rauðasandur


17.7.15

Uppskrift | Hollar-i súkkulaðibitakökur


Var að leita mér að uppskrift af hollari súkkulaðibitakökum um daginn. Fann enga sem mér leist vel á svo að ég tók eina uppskriftina og breytti henni. Tók t.d. út hneturnar í henni og bætti við höfrum og kókos svo eitthvað sé nefnt.

Innihald:

150 gr kókosolía
1 og 1/2 dl rapadura hrásykur
2 egg
3 dl fínt spelt
2 og 1/2 dl kókosmjöl
1 og 1/2 dl hafrar
1 tsk salt 
2 tsk vínsteinslyftiduft
150 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

1. Bræða kókosolíuna
2. Þeyta saman egg og sykur
3. Bæta olíunni við og hræra
4. Blanda þurrefnum saman
5. Setja þurrefnin út í eggjablönduna og hræra
6. Bæta súkkulaðinu við
7. Nota skeið til að setja kúlur af deginu á bökunarpappír
8. Baka í 10 mín sirka við 180°C

Ég lét 3x3 af "deigkúlum" á plötuna svo að þær myndu ekki klessast saman þar sem að þær dreifa úr sér, en það fer auðvitað eftir því hvað maður vill hafa kökurnar stórar.


Þarna sést smá í yfirsmakkarann minn borða cookies eins og hún segir á meðan hún fylgist með krökkum leika sér á rólóvellinum :)


Augljóslega búin að troða nokkrum cookies í sig. Sönnunargögnin útum allt andlit :)

16.7.15

Myndablogg | 15. Júlí
Fyrsti hjólatúrinn | My daughter riding her first bike


Blómastelpan mín | My little flower girl


Gefa brabra brauð með pabba | Feeding the ducks with daddy


Dauðþreytt eftir góðann dag | Exhausted after a good day

14.7.15

Uppáhalds | Instagram #411.7.15

Snyrtivörur | Cruelty Free


Núna undanfarið er ég mikið búin að vera að pæla í hvaða snyrtivörufyrirtæki prófa á dýrum og hvaða fyrirtæki gera það ekki. Ég ákvað þess vegna að taka saman lista af nokkrum vinsælustu snyrtivörumerkjunum á Íslandi (að mínu mati) sem að eru ekki prófaðar á dýrum eða eru "cruelty free". Gæti verið að einhver merkin séu ekki seld á Íslandi en þær eru allavegana þekktar og vinsælar hérna. Gæti samt líka verið að nokkur merki séu lítið þekkt en ég þekki og er spennt fyrir. Endilega látið mig vita ef að ég hef rangt fyrir mér með eitthvað fyrirtæki/merki eða ef þið vitið um fleiri snyrtivörumerki sem eru ekki prófuð á dýrum. Ég veit af því að t.d. Body Shop og NYX eru í eigu L'oreal og snyrtivörur undir L'oreal merkinu eru prófaðar á dýrum þó að vörurnar frá þeim fyrrnefndu séu það ekki.

// Recently I have been researching which cosmetics companies test on animals and which don't. I decided to make a list of brands that are not tested on animals, are cruelty free, and are popular in Iceland. Please let me know if I am wrong about any of these brands or if you know about other popular brands that are not tested on animals.

Hérna eru fyrirtækin/merkin í stafrófsröð:

Aesop
Anastasia Beverly Hills
Art Deco
Aveda
The Balm
Bare Minerals
Barry M
Bath & Bodyworks
Beauty Blender
BH Cosmetics
Body Shop
Colour Pop
Dermalogica
Dr. Hauschka
E.L.F.
Freeman
Fudge hárvörur
GOSH
Herbal Essentials
Hourglass
Kat Von D
Konjac svamparnir
L.A. Colors
L.A. Girl
L'anza hárvörur
Lorac
Lush
Mario Badescu
Milani
Moroccanoil
NARS
NYX
Ole Henriksen
Real Techniques
Skyn Iceland
Smashbox
Too Faced
Urban Decay
Wet n Wild
Youngblood

8.7.15

Myndablogg | Síðustu dagar


Emilía á 17. júní, í kjól sem ég heklaði fyrir hana. 

// Emilía in a dress that I made for her (crochet) on june 17 (Icelandic National day).

Ibizafjörður.