17.10.14

Myndablogg | Síðustu Dagar


Síðustu haustdagar í myndum :)


Ég átti afmæli 13. október og Emilía varð óvart Mía litla í tilefni dagsins.


Kjóll sem mamma saumaði þegar hún var í Húsmæðraskólanum. 
Svo komst hún að því að hún væri ólétt af mér og þurfti að hætta en ég græddi þennan fína kjól :)


Fórum í göngutúr um Reykjavíkina með ömmu.
Emilía að pósa á Hverfisgötu 61.


Rúsína skítug um munninn.


Fallegt prjónasett frá langömmu.
Keypti þetta eldgamla hjól á 1000 kall í Góða Hirðinum. Hlakka til að bóna það og pússa og gera það fínt fyrir Emilíu næsta sumar :) Annars er það í toppstandi, ég labbaði með það um alla Skeifuna og mögulega prufukeyrði það á einum tímapunkti. Klassískt eins og Sammi bróðir myndi segja.


Jóna amma átti einmitt alveg eins hjól þegar hún var lítil.


Ég var samt ekkert rosa glöð þegar Emil sagði "Jigsaw á svona hjól". Googlaði og hans er ekki alveg eins!


Loksins! Mögulega bestu kaupin mín hingað til.


Emilíu finnst það örugglega líka því hún græddi þetta fína pappahús!