22.9.14

Instagram | French Bulldog


Maður getur ekki annað en komist í gott skap 
þegar maður er að followa þessar þrjár rúsínubollur á instagram 
og mynd af þeim poppar upp á feedinu!
20.9.14

Heimilið | H&M Home1. Hér | 2. Hér


3. Hér | 4. Hér


5. Hér

Það er greinilega komið smá Halloween þema í H&M Home. 
Mér finnst þessir hlutir rosa krúttlegir í barnaherbergið!

18.9.14

Barnið | Barnaskór frá Freshly PickedÉg er svolítið mikið hrifin af þessum barnaskóm frá Freshly Picked.
Þessir litir eru mínir uppáhalds en það eru til fleiri litir eins og t.d. gull & silfur, 
neon bleikur og neon grænn o.fl. 

Hægt er að versla þá hér.


8.9.14

Ég mæli með | Snyrtivörur #1


Nokkrar snyrtivörur sem eru í uppáhaldi hjá mér:


ELF Krem kinnalitir - Mér finnst best að nota krem kinnaliti
þar sem að ég er með svo þurra húð. Ef ég set of mikið af púðurvörum 
(púður + púðurkinnalit + sólarpúður) á andlitið þá verður húðin
mín extra þurr, auðvitað. Þessir eru mjög góðir, auðvelt að setja þá á
og dreifa úr þeim. Ég er búin að eiga mína í nokkurn tíma og þeir
eru ekki orðnir þurrir í dollunni :)


ELF hyljari - Uppáhalds hyljarinn minn. Ágætlega þykkur og hylur mjög vel
t.d. bauga og roða. Mér finnst best að nota hann undir augun en
stundum nota ég hann sem meik yfir allt andlitið. Mjög auðvelt
að dreifa úr honum og maður þarf mjög lítið af honum í einu. Semsagt
endist mér mjög vel þó að ég sé búin að nota hann mikið í langan tíma.
Túpan mín er reyndar að klárast núna en ég mun klárlega kaupa þennan aftur.
Þó að hann sé án olíu þá þurrkar hann ekki húðina mína og lætur hana ekki
líta út eins og að hún sé að flagna, eins og ég hef oft lent í með aðra
hyljara og meik.
ELF púður bursti - Þennan nota ég í krem kinnalitina. Hann
passar akkurat fullkomlega í kinnalitadolluna og svo er hann
svo ótrúlega mjúkur en samt stífur og fer ekki úr hárum. Elska hann!
H&M blautur "túss"eyeliner - Uppgötvaði hann fyrst
í útskriftarferðinni á Bene og fannst hann svo góður að ég hamstraði nokkra
í viðbót þegar ég fór til Amsterdam 2 mánuðum seinna og þegar ég
fór til Danmerkur ári seinna. Nú á ég held ég 5 svona.


Make Up Store easy cover red - Þetta er snilld. Hylur roða virkilega vel.
Eina sem er slæmt við hann er að ef að húðin mín er mjög þurr, sem 
hún verður yfirleitt þegar það er mjög kalt úti, þá verður hann 
svolítið eins og hann sé einhvernvegin að flagna af mér. Ég nota hann semsagt 
aðallega á sumrin sem er líka bara fínt því að þá er ég mögulega sólbrunnin 
og með mesta roðan. Á veturnar verður hann líka svolítið of dökkur fyrir 
mig þar sem að ég missi allan lit í andlitinu og er svona "skemmtilega" 
í stíl við snjóinn. Verðið á þessum hyljara er samt ekkert til að hrópa
húrra fyrir svo að ég held mig í ELF vörunum á meðan
ég er ennþá fátækur námsmaður/heimavinnandi mamma!

2.9.14

DIY | Kartöflustimplar


Enn eitt auðvelt og ódýrt DIY verkefni!

Eina sem þú þarft er:

Kartöflu
Hníf
Fatamálningu
Efni (t.d. púðaver, sængurver eða lak)
Svampmálningarpensilbursta (já, ég veit ekki hvað þetta heitir)

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar síður með leiðbeiningum (á ensku).


(Hér er reyndar ekki notast við kartöflu til þess að stimpla)


(Hér sést fíni svampmálningarpensilburstinn)


(Hér er einnig notað annað en kartöflu til þess að stimpla)


(Hér)


(Hér er svo notað korktappa til þess að stimpla doppur á sængurver.)

Fann svo þessi ódýru hvítu sængurver, púðaver og koddaver á IKEA: