14.8.14

Myndablogg | Eins árs afmæli

Hlægja, svo gaman :)


Í gær varð Emilía Dögun eins árs. Mikið er tíminn fljótur að líða!
Veislan verður haldin seinna en sjálfur afmælisdagurinn var samt frábær. 
Emil tók sér frí í vinnunni og við fórum saman fjölskyldan með 
ömmum og öfum í Grasagarðinn með teppi og afmæliskökur 
og borðuðum í sólinni. Um kvöldið var svo farið út að borða og bættust 
þá við langömmurnar og langafarnir, dagurinn endaði svo á Valdís
þar sem að litla daman fékk smakk hjá öllum!

_______________________

My daughters birthday was yesterday. She's now one year old.
We ate birthday cake with our family at a park in Reykjavík called
Grasagarðurinn because the weather was really nice. 

1 ummæli:

  1. Yndislegar myndir! Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína :)

    SvaraEyða