31.8.14

Förðunarbloggarar | Linda Hallberg


Einn af uppáhalds förðunarbloggurunum mínum er 
Linda Hallberg sem ég talaði um í gær.
Ég tók saman nokkur af mínum uppáhalds lúkkum eftir hana.

// Linda Hallberg is one of my favorite makeup blogger.
I picked some of my favorite makeup looks by her.Frekar augljóst hvernig förðunum ég er hrifnust af.
Annaðhvort lítil sem engin augnförðun og dökkar/litaðar varir eða
brún augnförðun með nude vörum.

En hún er líka með fullt af litríkum, djörfum og fallegum 
förðunarlúkkum á blogginu sínu.

// It's pretty obvious what kind of makeup I like the most.
It's either little or no eye makeup with dark/colored lips or
brown eye makeup with nude lips.

// But she also has a lot of colorful and bold makeup looks
on her blog.


29.8.14

Ég mæli með | Laundromat Cafe


Ég mæli klárlega með Laundromat Cafe fyrir barnafólk. 
Ég hafði oft heyrt af því að það væri mjög sniðugt barnasvæði þarna. 
En aldrei tekið eftir því áður þrátt fyrir nokkrar heimsóknir þangað, þar til í dag. 
Emilía var hæstánægð með allt dótið og öll börnin
sem voru þarna með foreldrum sínum :) Svo geta foreldrarnir
fengið sér kaffi og köku t.d. og fylgst með barninu leika sér á meðan!

Mæli líka með jarðaberja mjólkurhristingnum... og Emilía mælir með
gulrótakökunni, hún hefði örugglega getað borðað tvær sneiðar. 
Það var svolítið dramatískt þegar við þurftum að fara og
skilja nokkrar kökumylsnur eftir.Það er bara heppni ef ég næ óhreyfðri mynd af þessum orkubolta!


Hrifin af Barbastráknum :)

28.8.14

Uppskrift | Mexíkórúllur með salsaídýfu
Ætla að deila með ykkur annarri hugmynd af veislu(smá)rétti sem 
ég var með í afmælisveislunni. 

Þetta eru mjög einfaldar mexíkórúllur sem borðaðar eru með 
salsaídýfu (salsa dip í krukkum).

Í þær þarftu:

Mexíkópönnukökur
Rjómaost
Pítusósu
Kál
Rifinn ost

Ég smyr rjómaosti og pítusósu yfir hverja pönnuköku, 
dreifi svo rifnum osti yfir sósuna. Skola kálið og ríf það niður og dreifi
yfir pönnukökuna. Rúlla síðan pönnukökunni upp og sker niður í
sirka munnbita.

Einfalt en rosa gott :)

27.8.14

Myndablogg | Sól í hjarta

Sólin kíkti á svalirnar okkar seinni partinn í dag :) 
Emil keypti krítar fyrir Emilíu því að henni finnst svo gaman
að kríta Óla Prik. Hún þykist alltaf vera með ósýnilega krít
og "krítar" á allt með puttunum, það er voða krúttlegt!
Gæti verið að það hafi verið tekinn einn góður munnbiti af einni 
grænni krít. Maður er bara ennþá að læra :)

Óskalisti | Ebay #3 - Haustið


26.8.14

Uppskrift | Marengs daim-bomba með browniebotn


Hér kemur "uppskriftin" af marengskökunni sem ég 
var með í afmælisveislunni á laugardaginn.


Átæðan fyrir því að ég set uppskrift innan gæsalappa er 
að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift. Já uss, ekki segja neinum, 
en browniebotninn er einfaldlega gamla góða Betty og marengsinn er
keyptur frá Myllunni. En að sjálfsögðu er hægt að gera browniebotn
og marengs sjálfur.


Það sem þú þarft er:

Browniebotn
Marengs
Rjómi (Ég notaði 1 stóra fernu)
Daimkurl
Karamellusósa

Ég setti browniebotninn neðst. Þeytti rjómann og setti sirka aðeins 
meira en helming af rjómanum ofaná botninn. Marengsinn yfir og afganginn
af rjómanum ofan á marengsinn. Svo dreifði ég daimkurlinu og 
karamellusósunni yfir rjómann.

Karamellusósa:

Poki af Góakúlum og 1/2 dl rjómi brætt saman í potti við vægan hita.
Kælið sósuna í ísskáp áður en þið setjið hana yfir rjómann, annars 
fer rjóminn að leka.

25.8.14

Myndablogg | Afmælisveisla

Ég mun setja inn "uppskrift" af þessari daim-marengsbombu bráðlega!Í gömlum skóm af mömmu sinni.
Við Emil héldum 1 árs afmælisveislu á laugardaginn. 
Ég breytti þemanu á síðustu stundu svo að það varð eiginlega ekkert úr því. 
Átti að vera einhverskonar carnival/sirkus þema. 
Ég var nú samt mjög ánægð með þetta og veislan heppnaðist vel, einfalt og fínt :)

20.8.14

DIY | Dagatal á klemmuspjaldi


Annað mjög auðvelt föndur verkefni fyrir heimilið. Dagatal á klemmuspjaldi!
Bara gera sjálfur dagatal í t.d. word eða photoshop, prenta út og festa á klemmuspjald. 
Gæti ekki verið einfaldara. Auðvitað hægt að gera dagatalið nákvæmlega 
eins og maður vill, þarf ekki að vera svona einfalt svart/hvítt eins og þessi fyrir ofan.

Svona klemmuspjöld fást t.d. í IKEA. Ljósbrúnt hér og svart hér.

17.8.14

DIY | Hitaplatti úr trékúlum


Ég hef oft rekist á myndir á Pinterest af fallegum hitaplatta úr trékúlum. 
Mér datt í hug að það væri auðvelt að gera svoleiðis sjálfur svo að ég 
leitaði að leiðbeiningum á google og fann alveg heilan helling.Myndirnar tók ég héðan - á þessari síðu er einnig hægt að finna leiðbeiningar.

Einnig má sjá myndir og leiðbeiningar hér og hér.

Ég leitaði síðan á elsku ebay að trékúlum og snæri sem mér líst vel á.

Trékúlur: 40 stk - 20 stk.
Snæri/"leður"band: 1 meter.

16.8.14

Óskalisti | AsosPeysa hér | Jakki hér


Peysa hér

Það er í lagi að dreyma um ný föt þó þau séu ekkert nauðsynleg!

14.8.14

Myndablogg | Eins árs afmæli

Hlægja, svo gaman :)


Í gær varð Emilía Dögun eins árs. Mikið er tíminn fljótur að líða!
Veislan verður haldin seinna en sjálfur afmælisdagurinn var samt frábær. 
Emil tók sér frí í vinnunni og við fórum saman fjölskyldan með 
ömmum og öfum í Grasagarðinn með teppi og afmæliskökur 
og borðuðum í sólinni. Um kvöldið var svo farið út að borða og bættust 
þá við langömmurnar og langafarnir, dagurinn endaði svo á Valdís
þar sem að litla daman fékk smakk hjá öllum!

_______________________

My daughters birthday was yesterday. She's now one year old.
We ate birthday cake with our family at a park in Reykjavík called
Grasagarðurinn because the weather was really nice.