27.6.14

Uppáhalds | Instagram #2


Framhald af uppáhalds Instagram notendunum mínum.


P.s. ég bjó til nýtt Instagram, @lindakristingretars. Ástæðan er að ég vill hafa mitt persónulega læst en þetta opið og ég var komin með leið á því að myndir sem vinir og fjölskylda voru að pósta týndust í endalausum myndum af blómum, hönnun, barnafötum, heimilum og öðru sem ég followa fyrir innblástur :) 

__________________________________

Few of my favorite Instagram users that I follow for inspiration. My Instagram is @lindakristingretars :)

16.6.14

Óskalisti | Ebay #2
1. Kimono | 2. Sumarjakki | 3. Samfestingur

Frekar augljóst að mig langar í 1-2 sumarlega kimono. Ég er kannski of sein til þess að taka þátt í þessu trendi en who cares. Á þessum stendur að hann sé frá Zapa Woman, lol.

13.6.14

Óskalisti | Sumarnaglalökk


Nokkrir litir af naglalökkum sem ég væri til í að eiga fyrir sumarið :) Mest væri ég til í að eiga efstu 2 litina, en þeir virðast vera mjög svipaðir á myndunum. Annar er samt ljósljósljósbleikur og hinn einhversskonar grábrúnn.


Þessi heitir "Urban Jungle" og er frá Essie.


"Fiji" frá Essie.


"Absolutely Shore" frá Essie.


Essie "Cascade cool".


"Find me an Oasis" Essie.


Þessi heitir Funky Limelight og er einnig frá Essie eins og öll hin lökkin.
Það er samt held ég ekki hægt að kaupa Essie naglalökkin á Íslandi :( En það er pottþétt hægt að finna svipaða liti frá öðrum merkjum.

11.6.14

Óskalisti | Ebay #1


 Hæ, ég heiti Linda.. og ég er ebay fíkill.1. Buxur | 2. Samfestingur | 3. Kimono 

Langar mest í kimonoinn og buxurnar í gráum og ljósbleikum lit.

8.6.14

Myndablogg | Helgin 7. - 8. Júní


Laugardagur 07.06.2014 - Elliðaárdalur:
Fórum í fyrsta skipti að skoða Elliðaárdalinn í gær. Mikið er hann fallegur! Í svona veðri eins og var í gær gæti ég eytt heilum degi þarna við ánna í sólbaði með nesti. Svolítið eins og maður sé kominn í útilegu :) Emilía var reyndar sofandi í vagninum svo að við þurftum að leggja teppið okkar undir tré í skugga og lágum við Emil þar og slökuðum á. Mér var samt alls ekki skemmt þegar ég uppgötvaði að það væri lirfupartý í trjánum og þær væru að bjóða sér á teppið okkar.

Sunnudagur 08.06.2014 - Nauthólsvík:Það var stappað í Nauthólsvíkinni í dag, enda frídagur og mjög gott veður. Stundum líður mér eins og að ég sé komin til útlanda hérna í Reykjavíkinni :)

7.6.14

Myndablogg | FossvogsdalurinnSkógrækt Reykjavíkur.


Gefa pabba blóm :)

Skoða endurnar.


Fossvogsvegur.


"Staðsetningin þar sem við erum núna er þó mun betri að mínu mati. Stutt í allt og ég var farin að hlakka til að rölta Laugaveginn í sumar."

Tek þessi orð mín til baka! Ég elska að búa hérna í Fossvoginum, frábær staðsetning. Mig er eigilega farið að langa til þess að búa bara hérna í framtíðinni. Endalaust af fallegum og góðum gönguleiðum, stutt í kringluna, skeifuna, nauthólsvíkina, perluna, öskjuhlíðina og fl. tekur svo enga stund að taka strætó í miðbæinn. Svo er bara svo fallegt hérna, endalaust af trjám og blómum og fallegum görðum :)