31.5.14

Förðun | Sjómannadagur


Fékk það verkefni í dag að farða og greiða mömmu minni fyrir sjómannadagsmat, en hún er vonandi að skemmta sér þar akkurat núna ásamt sjómanninum sínum :)


Þetta er fallega mamma mín!Bolinn pantaði ég fyrir hana af coralverslun.is


Pabbi minn er nú mjög myndarlegur líka þó að þessi mynd sýni það kannski ekki vel, þau eru hvorug að pæla í myndavélinni á þessari..

29.5.14

Myndablogg | MæðgurSvolítið súrt epli 
23.5.14

DIY | Hekl


Ég gefst upp (í bili)! Er farin að halda að mér sé ekki ætlað að læra að hekla. Eftir milljón tilraunir í dag, 3 kennsluvídjó á youtube og step by step kennslumyndir á einhverri heklsíðu er ég hætt í bili að reyna, svona áður en ég snappa og myrði einhvern með þessari heklunál. Ég ætla samt að halda áfram á morgun og ég MUN læra að hekla svo ég geti gert svona fallegt kósýteppi! Kominn tími til að ég klári nú allavegana einu sinni eitthvað sem ég byrja á í lífinu.

22.5.14

Heimilið | Innblástur


Nokkrar heimilis myndir sem mér finnst fallegar :)

11.5.14

Mæðradagur


Mamma mín er mögnuð kona. Hún hefur gengið í gegnum svo margt á ævi sinni sem ætti bara alls ekki að leggja á eina manneskju. Hún er ein sú allra sterkasta sem ég þekki.

Ég mun aldrei skilja hvernig hún fór að því að vera 21 árs með þrjú ung börn, í skóla, eiga mann sem vann á frystitogara, foreldra sem bjuggu hinumegin á landinu og eiga enga uppþvottavél. Já! Enga uppþvottavél segi ég!

Ég gæti aldrei verið án hennar. Svo er hún besta fyrirmynd sem ég veit um!


Hér er hún 21 árs ásamt pabba á brúðkaupsdaginn með börnin sín þrjú.


Hér er hún að útskrifast úr Sálfræði.


Hér er "Amm" með ömmustelpuna sína :)

4.5.14

Uppskrift | Gumsið hans Árna

Langar að deila með ykkur öðru áleggi á brauð. Í þetta skipti er það einhverskonar gums sem ég smakkaði fyrst heima hjá ömmu, Árni föðurbróðir minn var að sjá um kaffitímann enda er hann snillingur í eldhúsinu. Ég veit ekki hvar hann fann uppskriftina eða hvort hann hafi bara galdrað þetta úr einhverju sem hann fann heima hjá ömmu, en ég kalla þetta bara Gumsið hans Árna. Voða girnilegt. Þegar ég bað hann um uppskriftina klikkaði ég reyndar á því að spurja um hlutföllin en ég fékk allavegana að vita hvaða hráefni hann notaði.


Það sem þarf er:

Olía.
Paprika.
Rauðlaukur.
Hvítlaukur.
Sellerí.
Tahini (Sesamsmjör).

Ég veit ekki hversu mikið af hverju á að vera í þessu en þetta er sirka það sem ég notaði:

Ein skífa laukur, 2 hvítlauksgeirar, 2/3 sellerístöngull, 1 msk olía, 3 kúfaðar teskeiðar Tahini og hálf paprika.

Sumum finnst sellerí alls ekki gott en ég persónulega finn ekkert bragð af því þegar það er komið saman við allt þetta. Ég væri nú ekki að pósta þessu hérna ef mér þætti þetta ekki gott :)

Svo maukar maður þetta allt saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.Svona leit þetta út hjá mér.


Svo borðaði ég þetta ofaná brauð. 
Við Emil borðuðum þetta líka í gærkvöldi með kjúklingabringum, sætum kartöflum og salati og var það hrikalega gott. Sérstaklega "sósan" sagði Emil :) Gæti hugsað mér að prófa að setja þetta á t.d. tortillur líka eða með einhverju öðru, ídýfa með grænmeti til dæmis. Endalausir möguleikar.

3.5.14

Myndablogg | 1. maí

Við pabbi fórum með Emilíu í Nauthólsvíkina á fimmtudaginn, 1. maí. Það var rosa fínt veður og Emilíu fannst rosa gaman að skoða skeljar, kuðunga já og sandinn, auðvitað varð að smakka sandinn smá líka. Við fengum okkur síðan Valdís ís og auðvitað var biðröð út fyrir dyrnar! Ég hef nokkrum sinnum farið á Valdís og mæli með ísnum þar, skemmtilegar bragðtegundir sem hægt er að fá og mikið úrval. Í þetta skiptið fékk ég mér Tyrkneskan pipar og Hvítt súkkulaði. Tyrkneski piparinn er eina bragðið sem mér hefur ekki fundist gott, það var svosem ágætt. Mæli með sítrónusorbetinu, það er vegan held ég en þau eru með nokkrar vegan ístegundir :)2.5.14

Uppskrift | Avocadobrauð

Ég fæ vatn í munninn þegar ég hugsa um þetta brauð! Uppáhaldið mitt núna. 


Það sem þarf er:

Brauðsneiðar, ég vel mér brauð merkt með skráargatinu.
Ólífuolía.
Salt, pipar og hvítlauksduft.
Avocado.
Tómatar.
Ég pensla brauðsneiðarnar með olíunni og strái smá hvítlauksdufti yfir. Grilla þær svo við 200°C í ofni í smá stund. Stappa avocadoið og sker tómatsneiðar og set ofaná. Strái svo smá salti og pipar yfir, mér finnst best að nota gróft salt eins og saltið úr Reykjanesi.


Mmmmm, svo gott!

1.5.14

Myndablogg | Páskar 2014


Afsakið hlé. Skrapp til Ísafjarðar í páskafrí og hef af einhverju ástæðum ekki haft áhuga á að blogga síðustu daga. Við mæðgur byrjuðum sumarið ekki vel, nældum okkur í einhverja kvef-hálsbólgu pest.

Nokkrar myndir úr fríinu heima :)


Emilía fín á Páskadag :)
Í fyrsta skipti með teygju í hárinu hehe :)


Hér er Emilía í heimsókn hjá langalangömmu sinni :)Svo gott veður sumardaginn fyrsta!


Kíkti smá á Aldrei fór ég suður.


Pabbi kom í þrjá daga.


Langar svo að leika við Perlu.


Allir úti í góða veðrinu.


video

Enda þetta á vidjói af Emilíu að dansa.. það var mikið dansað á Ísafirði!