9.4.14

Myndablogg | Mæðgur


Þessum tannálfi fannst greinilega ekkert leiðinlegt að fá smá kossaflens og knús frá mömmu sinni fyrir svefninn :)

4.4.14

Uppáhalds | Mars 2014


Snyrtivörur:


ELF púður í litnum Light Beige. Þetta púður nota ég til þess að skyggja andlitið, t.d. kinnbeinin. Þegar ég pantaði það á netinu vissi ég ekkert hvernig liturinn væri í raun og veru. Hann var því miður alltof dökkur fyrir mig. Í byrjun mars ákvað ég að prófa að nota púðrið fyrir skyggingar eða henda því þar sem það var búið að vera í snyrtitöskunni minni óhreyft mjög lengi. Mér fannst það koma mjög vel út að nota það í skyggingar svo að ég er búin að nota það mikið í mars, eða í hvert skipti sem ég málaði mig sem var nú samt ekki oft. 


ELF litlaust HD púður. Fyrst þegar ég keypti HD púðrið var ég ekki hrifin af því. Ég gaf því samt annan séns í mars og sé ekki eftir því. Mér finnst mjög fínt að setja það yfir hyljara t.d. undir augunum og á staði í andlitinu þar sem að meik á það til að renna af mér yfir daginn eða verða sveitt eins og t.d. hökuna, nefið og á milli augabrúnana/ennið. Þá helst farðinn betur á og verður mattari. Mér líkar samt ekki við að setja púðrið á allt andlitið á mér.


ELF hyljari í litnum Porcelain. Þessi hyljari hylur mjög vel t.d. bauga. Sem er frábært því að í mars hef ég verið alveg rosalega þreytt á hverjum degi. Hef aldrei verið svona þreytt í lífinu! Út allan mars hef ég ætlað að drulla mér í blóðprufu en fresta því alltaf. Löngu kominn tími á það, hef ekki farið síðan ég var ólétt.

Til að borða:


NammI! Ég smakkaði Nonnabita í fyrsta skiptið held ég í byrjun mars, man það samt ekki en það var mjög nýlega. Afhverju var enginn búinn að segja mér hvað Nonnabiti er góður? Ég borðaði vandræðalega marga báta í mars, held að Emil sé kominn með ógeð. En ekki ég.


Þessar karamellur. Ég fæ vatn í munninn! Veit ekki hversu margar svona karamellur ég er búin að innbyrða í mars. Veit um nokkra sem geta staðfest að það sé ekki hægt að finna meiri nammifíkil en mig. Þess vegna er hættulegt að ég bý mjög nálægt Nóatúni. Þessar karamellur fást í nammibarnum þar, en ekki nóg með það, það er 50% afsláttur á hverju einasta kvöldi eftir klukkan 8. Helvítis Nóatún! Helvítis Hagkaups nammiland! Hvernig á kona að haldast í átaki þegar svona frestingar eru allsstaðar!

Til að horfa á:


Durururu durururu durururu... Ég bíð spennt alla vikuna eftir mánudögum. Því þá bíður mín nýr þáttur af Walking Dead.


Scandal. Uppgötvaði þessa þætti í mars og er búin að vera föst að horfa síðan. Þeir eru ekkert geðveikir að mínu mati en ég enda af einhverjum ástæðum alltaf á því að vilja horfa á meira.. og meira.. og meira.

Til að gera:


Mars einkenndist svolítið af nytjamörkuðum og second hand búðum. Ég elska svoleiðis! Oftast hægt að finna einhverjar gersemar ef maður er duglegur að skoða. Í mars kíkti ég t.d. í Góða hirðinn, Rauðakross búðina, Hjálpræðisherinn, Kolaportið, Fríðu frænku, Basarinn á Háaleitisbraut og fatamarkað Jörmundar en það er vel falinn fatamarkaður í kjallara á Laugaveginum. Ég er viss um að Jörmundur sé jólasveinninn og að það sé einhver töfragátt til Norðurpólsins staðsett innan um alla frakkana og skóflóðið. Mestallur fatnaðurinn er herrafatnaður en það eru trilljón gamlir frakkar/kápur og mokkajakkar þarna sem gætu alveg hugsanlega verið flottir á kvenmenn, ef einhver er að leita sér að svoleiðis.